Farið að kitla að snúa aftur

Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson mbl.is/Kristinn

„Þetta er allt ennþá að meltast í makindum en er mjög spennandi og ég hlakka til að byrja,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Morgunblaðið, en hann tók í gær við þjálfun Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir að Ásmundur Arnarsson var látinn taka pokann sinn.

Hermann hefur verið formlega í fríi frá þjálfun síðan hann hætti með ÍBV fyrir tæpum tveimur árum en hljóp þó undir bagga með konu sinni Rögnu Lóu Stefánsdóttur og var henni til aðstoðar með kvennalið Fylkis síðasta sumar. Hann viðurkennir að löngunin hafi verið til staðar um að snúa aftur í boltann af krafti.

„Mig var farið að kitla í puttana að þjálfa aftur. Ég hafði eitthvað að grípa í síðasta sumar með konunni hjá Fylki og náði að friða púlsinn með því. En þjálfun er leið sem mig langar að fara svo að þegar þetta kom upp hélst það allt í hendur,“ sagði Hermann, sem segir aðdragandann að ráðningunni þó hafa verið mjög stuttan.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert