Toppliðin fögnuðu sigri í 1. deildinni

Stefán Þór Eysteinsson fagnar marki sínu fyrir Fjarðabyggð í Kórnum …
Stefán Þór Eysteinsson fagnar marki sínu fyrir Fjarðabyggð í Kórnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Toppliðin þrjú, Þróttur, Víkingur Ólafsvík og Fjarðabyggð hrósuðu öll sigri í 10. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Úrslitin í leikjum kvöldsins:

2:1 Þór - Selfoss (leik lokið)
4:0 Víkingur Ó - Fram (leik lokið)
1:0 Þróttur - Grótta (leik lokið)
1:3 HK - Fjarðabyggð (leik lokið)
2:2 BÍ/Bolungarvík - Haukar (leik lokið)
Leik Grindavíkur og KA var frestað vegna bikarleiks KA í gærkvöld.

Staðan eftir leikina: Þróttur R. 27, Víkingur Ó. 23, Fjarðabyggð 21, Þór 18, KA 15, Grindavík 13, Haukar 13, HK 12, Fram 10, Selfoss 9, Grótta 5, BÍ/Bolungarvík 4.

Þróttarar halda fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar en þeir lögðu Gróttu með minnsta mun í Laugardalnum, 1:0, þar sem Rafn Andri Haraldsson skoraði sigurmarkið.

Víkingur Ólafsvík vann öruggan sigur á Fram í Ólafsvík, 4:0, og eru Víkingar í öðru sæti á eftir Þrótturum. Ingólfur Sigurðsson skoraði tvö marka Ólafsvíkinga og þeir Kenan Turudija og Brynjar Kristmundsson skoruðu sitt markið hvor.

Fjarðabyggð gerði góða ferð í Kórinn og lagði HK, 3:1. Stefán Þór Eysteinsson, Brynjar Jónasson og Elvar Ingi Vignisson komu Fjarðabyggð í 3:0. Guðmundur Atli Steinþórsson minnkaði muninn fyrir HK undir lokin en skömmu áður hafði Kile Kennedy varið vítaspyrnu frá Guðmundi Magnússyni. Hafþór Þrastarson miðvörður Fjarðabyggðar var sendur af velli með sitt annað gula spjald þegar hann gerðist brotlegur í vítateignum.

BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn, 2:2, á Ísafirði þar sem Björgvin Stefánsson skoraði bæði mörk Haukanna en þeir Aaron Walker og David Cruz skoruðu fyrir Djúpmenn.

Á Þórsvelli náðu Þórsarar að vinna Selfoss, 2:1, eftir að hafa tapað þremur þremur leikjum í röð. Selfyssingar komust yfir með marki frá Ragnari Þór Gunnarssyni en þeir Ármann Ævar Pétursson og Jóhann Helgi Hannesson tryggðu Þórsurum sigurinn.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

21.06 MARK í Ólafsvík! Víkingar eru á skotskónum. Brynjar Kristmundsson skoraði fjórða markið, 4:0.

20.58 MARK á Ísafirði! BÍ/Bolungarvík er búið að jafna í 2:2. David Cruz jafnaði metin fyrir heimamenn.

20.57 MARK í Kórnum! Guðmundur Atli Steinþórsson var að minnka muninn fyrir HK. Fékk stungusendingu innfyrir vörnina og skoraði af öryggi.

20.54 RAUTT og víti í Kórnum. HK-ingar fengu vítaspyrnu eftir að Hafþór Þrastarson braut á Guðmundi Atla Steinþórssyni. Guðmundur Magnússon fór á punktinn en Kile Kennedy markvörður Fjarðabyggðar varði mjög vel.

20.49 MARK í Ólafsvík! Dagskránni er lokið. Ingólfur Sigurðsson var að skora sitt annað mark og koma Víkingum í 3:0.

20.47 MARK í Ólafsvík! Heimamenn eru líklega að tryggja sér sigurinn. Kenan Turudija var að koma þeim í 2:0.

20.46 MARK á Ísafirði! Haukarnir eru komnir yfir á Ísafirði. Aftur var það Björgvin Stefánsson sem skoraði fyrir Haukana.

20.43 MARK í Kórnum! Fjarðabyggð er að gera út um leikinn. Elvar Ingi Vignisson skoraði markið með skalla eftir góða sókn.

20.31 MARK á Ísafirði! Haukarnir voru að jafna metin á Ísfirði. Björgvin Stefánsson skoraði markið. Þetta var sjöunda mark Björgvins á tímabilinu.

20.29 MARK í Kórnum! Fjarðabyggð var að komast í 2:0. Brynjar Jónasson skoraði markið eftir mikil mistök hjá markverði og varnarmanni HK.

20.19 Þór var að tryggja sér 2:1 sigur gegn Selfyssingum. Með sigrinum er Þór komið í 4. sæti með 18. stig eins og Fjarðabyggð sem er í 3. sætinu.

20.17 RAUTT SPJALD á Akureyri. Bakvörðurinn Gísli Páll Helgason úr Þór var að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald í uppbótartíma.

20.03 Það er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem hófust klukkan 19.15.

20.00 MARK á Akureyri! Þórsarar voru að ná forystunni fyrir norðan með marki frá Jóhanni Helga Hannessyni á 76. mínútu.

19.48 MARK á Ísafirði! Heimamenn í BÍ/Bolungarvík voru að komast yfir gegn Haukunum með marki frá Aaron Walker.

19.45 MARK í Ólafsvík!! Víkingar voru að komast yfir gegn Frömurum á Ólafsvík. Ingólfur Sigurðsson skoraði markið á 30. mínutu leiksins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.

19.37 MARK á Þórsvelli! Þórsarar eru búnir að jafna gegn Selfyssingum og var Ármann Pétur Ævarsson þar af verki á 50. mínútu leiksins.

19.35 MARK í Kórnum! Fjarðabyggð var að ná forystunni í Kórnum með marki fyrirliðanum Stefáni Þór Eysteinsson sem skoraði með góðu skoti utan teigsins.

19.32 MARK í Laugardalnum! Topplið Þróttar er komið í 1:0 gegn Gróttumönnum í Laugardalnum. Markið skoraði Rafn Andri Haraldsson á 17. mínútu.

19.17 Það er kominn hálfleikur á Akureyri þar sem staðan er 1:0 fyrir Selfoss

19.15 Allir leikirnir eru nú komnir í gang.

19.05 MARK!! Selfyssingar eru komnir yfir gegn Þórsurum með marki frá Ragnari Þór Gunnarssyni. Eru Þórsarar að fara að tapa fjórða leiknum í röð?

18.45 Við bíðum enn eftir fyrsta marki kvöldsins en markalaust er ennþá í viðureign Þórs og Selfoss fyrir norðan. Eftir hálftíma hefjast svo hinir fjórir leikirnir í deildinni.

18.30 Þá hefur verið flautað til leiks í fyrsta leik kvöldsins. Viðureign Þór og Selfoss á Þórsvellinum á Akureyri. Við styðjumst við upp­lýs­ing­ar úr leikjunum frá urslit.net og fot­bolti.net.

HK Fjarðabyggð
 Byrjunarlið
12  Stefán Ari Björnsson  (M)   Kile Gerald Kennedy  (M)  
Davíð Magnússon  (F)   Sveinn Fannar Sæmundsson    
10  Guðmundur Magnússon     Hector Pena Bustamante   
11  Axel Kári Vignisson     Stefán Þór Eysteinsson  (F)  
13  Jón Gunnar Eysteinsson     Elvar Ingi Vignisson    
14  Einar Logi Einarsson     Jóhann Ragnar Benediktsson    
16  Guðmundur Þór Júlíusson     Brynjar Jónasson    
18  Guðmundur Atli Steinþórsson     11  Andri Þór Magnússon    
19  Viktor Unnar Illugason    13  Víkingur Pálmason    
21  Andri Geir Alexandersson     21  Hafþór Þrastarson    
24  Árni Arnarson     23  Bjarni Mark Antonsson  
Víkingur Ó. Fram
 Byrjunarlið
30  Cristian Martinez Liberato (M)   12  Cody Nobles Mizell (M)  
Guðmundur Reynir Gunnarsson  (F)   Ómar Friðriksson    
Egill Jónsson     Einar Bjarni Ómarsson    
Björn Pálsson     10  Orri Gunnarsson  (F)  
Tomasz Luba    13  Gunnar Helgi Steindórsson    
11  Ingólfur Sigurðsson     15  Ingiberg Ólafur Jónsson    
13  Emir Dokara    17  Sigurður Kristján Friðriksson    
18  Alfreð Már Hjaltalín     19  Brynjar Benediktsson    
23  Admir Kubat    20  Magnús Már Lúðvíksson    
24  Kenan Turudija     22  Alexander Aron Davorsson   
27  William Dominguez da Silva    28  Sebastien Uchechukwu Ibeagha   
 
Þróttur R. Grótta
 Byrjunarlið
30  Trausti Sigurbjörnsson  (M)   Árni Freyr Ásgeirsson  (M)  
Hallur Hallsson  (F)   Hilmar Þór Hilmarsson    
Aron Ýmir Pétursson     Benis Krasniqi   
Viktor Jónsson     Guðmundur Marteinn Hannesson  (F)  
11  Dion Jeremy Acoff    Ósvald Jarl Traustason    
12  Omar Koroma    Guðjón Gunnarsson    
14  Hlynur Hauksson     Jóhannes Hilmarsson    
15  Davíð Þór Ásbjörnsson     23  Andri Björn Sigurðsson    
22  Rafn Andri Haraldsson     24  Kristján Ómar Björnsson    
23  Aron Lloyd Green     25  Björn Þorláksson    
26  Grétar Atli Grétarsson     29  Markús Andri Sigurðsson  
BÍ/Bolungarvík Haukar
 Byrjunarlið
12  Fabian Broich (M)   14  Terrance William Dieterich (M)  
José Carlos Perny Figura    Aran Nganpanya    
Loic Cédric Mbang Ondo     Björgvin Stefánsson    
Sigurgeir Sveinn Gíslason  (F)   11  Arnar Aðalgeirsson    
Viktor Júlíusson     13  Andri Fannar Freysson    
13  Sigþór Snorrason     15  Birgir Magnús Birgisson    
14  Aaron Walker    17  Gunnlaugur Fannar Guðmundsson  (F)  
15  Nikulás Jónsson     20  Daníel Snorri Guðlaugsson    
19  Pétur Bjarnason     22  Aron Jóhannsson    
21  Rodchil Junior Prevalus    23  Jóhann Ingi Guðmundsson    
22  Elmar Atli Garðarsson     28  Haukur Björnsson  

0. Þróttarar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og það er ljóst að þeir halda efsta sætinu eftir leiki kvöldsins.

0. Leik Grindavíkur og KA var frestað vegna þátttöku KA-manna í bikarkeppninni en leikur liðanna fer fram eftir viku.

Þór Selfoss
 Byrjunarlið
28  Sandor Matus (M)   18  Vignir Jóhannesson  (M)  
Gísli Páll Helgason     Jordan Lee Edridge   
Loftur Páll Eiríksson     Andrew James Pew  (F)  
Ármann Pétur Ævarsson     Ivanirson Silva Oliveira   
Jónas Björgvin Sigurbergsson     10  Ingi Rafn Ingibergsson    
Jóhann Helgi Hannesson     14  Matthew Whatley   
10  Sveinn Elías Jónsson  (F)   15  Sigurður Eyberg Guðlaugsson    
11  Kristinn Þór Björnsson     17  Ragnar Þór Gunnarsson    
17  Halldór Orri Hjaltason     19  Luka Jagacic   
19  Sigurður Marinó Kristjánsson     22  Ingþór Björgvinsson    
20  Guðmundur Óli Steingrímsson     27  Denis Sytnik 
Jóhann Helgi Hannesson skoraði síðara mark Þórs í kvöld, Hann …
Jóhann Helgi Hannesson skoraði síðara mark Þórs í kvöld, Hann var á undan markverðinum í boltann og kom honum í netið. Selfyssingar voru mjög ósáttir, töldu að Jóhann hefði brotið á markverðinum en svo var ekki. Ármann Pétur Ævarsson, til vinstri, og Sveinn Elías Jónsson fagna honum eftir markið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ragnar Þór Gunnarsson (númer 17) skorar fyrir Selfoss með skalla …
Ragnar Þór Gunnarsson (númer 17) skorar fyrir Selfoss með skalla eftir horn á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Guðmundur Atli Steinþórsson framherji HK á fleygiferð með boltann í …
Guðmundur Atli Steinþórsson framherji HK á fleygiferð með boltann í Kórnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert