Sögulegur sigur Þórs/KA - burstuðu Val

Klara Lindberg, lengst til hægri, sendir boltann upp í þaknetið …
Klara Lindberg, lengst til hægri, sendir boltann upp í þaknetið og kemur Þór/KA í 2:0 eftir að hún skaust framfyrir varnarmann þegar Sarah Miller sendi fyrir markið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA fór illa með Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var í jafnvægi lengi vel en Þór/KA náði að skora tvívegis í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var heimaliðið töluvert sterkara og bætti við þremur mörkum.

Mörkin fimm voru hvert öðru glæsilegra en fjögur þeirra komu eftir fyrirgjafir af köntunum. Sarah M Miller átti góðan dag en hún lagði upp þrú mörk og skoraði eitt. Hin mörkin skoruðu Klara Lindberg, Sandra María Jessen og Kayla Grimsley sem skoraði tvívegis.

Sigurinn er sögulegur því þetta var fyrsti sigur Þórs/KA á Val á Akureyri. Hann kom Þór/KA aftur í baráttuna um þriðja sætið í deildinni en liðið hafði aðeins fengið tvö stig í síðustu fimm deildarleikjum.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is en leikurinn var frestaður leikur úr 7. umferð deildarinnar.

Vesna Elísa Smiljkovic, Lára Einarsdóttir og Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir í …
Vesna Elísa Smiljkovic, Lára Einarsdóttir og Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Skapti
Klara Lindberg, sem gerði eitt mark í kvöld, sækir að …
Klara Lindberg, sem gerði eitt mark í kvöld, sækir að markverði Vals, Þórdísi Maríu Aikman. mbl.is/Skapti
Sandra María Jessen, sem kom Þór/KA á sporið með fyrsta …
Sandra María Jessen, sem kom Þór/KA á sporið með fyrsta markinu, sendir fyrir markið áður en Mist Edvardsdóttir kemst fyrir boltann, en Valsvörnin náði að bjarga í þetta skipti. mbl.is/Skapti
Þór/KA 5:0 Valur opna loka
90. mín. Elín Metta Jensen (Valur) fær gult spjald Truflaði Roxy í útsparki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert