„Snýst um að skora mörk“

Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. mbl.is / Eva Björk Ægisdóttir

Leikmenn Blika gengu vonsviknir af velli eftir tap á heimavelli fyrir Fylkismönnum í kvöld.

„Það voru flestir á vellinum sem sáu að við vorum talsvert betri aðilinn en í fótbolta snýst þetta um að skora mörk. Við vorum bara ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi vallarins og allt og var síðasta sendingin að klikka hjá okkur. Sóknaruppbyggingin hjá okkur gekk of hægt. Menn voru með of margar snertingar á boltann, senda hann til baka allt of oft og gera erfiða hluti. Með þessu gerðum við hlutina þægilegri fyrir Fylkismennina,“ sagði Oliver Sigurjónsson miðjumaður Breiðabliks við mbl.is eftir leikinn.

„Það var auðvitað fúlt að ná ekki færa okkur nær toppnum. Við höfum ekki spilað nógu vel í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað í sumar og við gerum okkur alveg grein fyrir því að við verðum að gera betur. Ef við skorum ekki mörk þá vinnast ekki leikir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert