Þorvaldur í sjúkrabíl frá KR-velli

Þorvaldur Árnason, dómari.
Þorvaldur Árnason, dómari. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þorvaldur Árnason dómari leiks KR og Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fékk boltann í höfuðið í fyrri hálfleik leiksins í kvöld og gat af þeim sökum ekki dæmt síðari hálfleikinn. 

Atli Sigurjónsson, leikmaður Blika, skaut knettinum í höfuð Þorvaldar en Þorvaldur kláraði þó að dæma fyrri hálfleikinn. Samkvæmt frétt 433.is kastaði Þorvaldur upp í hálfleik og var fluttur á sjúkrahús til nánari aðhlynningar enda með einkenni heilahristings.

„Þorvaldur Árnason, dómari, fékk heilahristing eftir að hafa fengi knöttinn í höfuðið. Því tekur Erlendur Eiríksson við flautunni," sagði Viðar Guðjónsson, okkar maður á KR-velli í kvöld.

Hér er fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert