Uppalinn Þórsari til KA

Pétur Heiðar Kristjánsson er kominn til KA.
Pétur Heiðar Kristjánsson er kominn til KA.

KA hefur fengið Pétur Heiðar Kristjánsson til liðs við sig og mun hann leika með félaginu út þessa leiktíð, en hann var áður spilandi þjálfari hjá Dalvík/Reyni.

Pétur er fæddur árið 1982 og er uppalinn hjá Þór og hefur einnig leikið með Leiftri/Dalvík, Keflavík og Hömrunum/Vinum hér á landi, en einnig verið á mála hjá liðum í Danmörku og Noregi.

„KA-menn eru gríðarlega ánægðir með þennan liðstyrk en Peddi, eins og hann er oft kallaður, þekkir innviði félagsins vel enda hefur hann þjálfað yngri flokka þess við góðan orðstír,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert