Afturelding fær tvo leikmenn frá Portúgal

Afturelding er búið að styrkja sig vel í glugganum.
Afturelding er búið að styrkja sig vel í glugganum. Árni Sæberg

Kvennalið Aftureldingar bætti við sig tveimur leikmönnum í dag, en þær Daniela Filipa Alves og Isabel Osorio sömdu út tímabilið.

Daniela, sem er 23 ára gömul, kemur frá Portúgal, en hún á að baki 6 leiki fyrir U19 ára landsliðið.

Afturelding er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 1 stig, en liðinu hefur aðeins tekist að skora 6 mörk í sumar.

Daniela var síðast á mála hjá F D Laura S Moim Serra, en hún ætti að vera klár í slaginn er Afturelding mætir ÍBV 10. ágúst næstkomandi.

Osorio er 30 ára gömul en hún spilar stöðu varnarmanns. Afturelding er því komið með þrjá leikmenn frá Portúgal í glugganum, en Sara Granja kom á dögunum.

Afturelding er því komið með fjóra leikmenn í glugganum, en Sigríður Þóra Birgisdóttir kom aftur til félagsins frá Stjörnunni og þá kom Sara Granja eins og kemur fram hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert