Lars Lagerbäck útilokar ekki að halda áfram

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mbl.is/Ómar

Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, útilokar ekki að halda áfram með liðið en hann er samningsbundinn fram yfir Evrópumeistaramótið í Frakklandi næsta sumar. Að því loknu mun Heimir Hallgrímsson einn taka við liðinu.

„Ég er samningsbundinn fram yfir EM 2016 ef við komumst þangað og við höfum ekkert rætt um framtíðina, við sjáum bara hvað gerist. Ég segi alltaf varðandi framtíðina að ég loka engum dyrum, en ég er bara að einbeita mér að því að koma okkur á EM og veit ekki hvað gerist eftir það,“ sagði Lars í samtali við Viðskiptablaðið og ber Íslandi vel söguna.

„Ég hef virkilega notið tíma míns hérna og jafnvel áður en ég tók við landsliðinu leið mér alltaf vel þegar ég heimsótti Ísland, þetta er frábært land. Ísland verður alltaf hluti af mér og ég mun fylgjast vel með því sem er í gangi þar,“ sagði Lars við Viðskiptablaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert