Ekkert í reglugerðunum sem bannar þetta

Jonathan Glenn (t.h.) í baráttu um knöttinn sem leikmaður ÍBV.
Jonathan Glenn (t.h.) í baráttu um knöttinn sem leikmaður ÍBV. mbl.is/Golli

Það vakti athygli þegar Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks, lék tvo leiki í einu og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla um síðustu helgi.

Glenn gekk til liðs við Breiðablik á sunnudagskvöldið, fáeinum klukkustundum eftir að hann kom inn á sem varamaður þegar Eyjamenn sóttu Stjörnuna heim. Hann kom síðan einnig við sögu daginn eftir þegar KR tók á móti Blikum í Frostaskjóli.

Morgunblaðið hringdi í Þorvald Ingimundarson, fulltrúa félagsskipta hjá KSÍ, í fyrradag og spurði hann hvort það hefði verið formgalli sem gerði Jonathan kleift að spila fyrir Breiðablik síðastliðinn mánudag, en það er ekki leyfilegt í stórum knattspyrnudeildum ytra að leika fyrir tvö félög í sömu umferðinni.

Sjá fréttaskýringu um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert