Ungur Norðmaður til Breiðabliks

Tor André Aasheim í leik með norska unglingalandsliðinu.
Tor André Aasheim í leik með norska unglingalandsliðinu.

Breiðablik fékk til liðs við sig í dag hinn 19 ára gamla Tor André Aasheim frá Haugesund í Noregi. Tor André, sem er sóknarmaður, hefur leikið 5 úrvalsdeildarleiki fyrir Haugesund á ferlinum, 4 á síðasta tímabili og einn á tímabilinu sem nú stendur yfir.

„Við höfum í raun ekki fylgst lengi með honum nema í gegnum aðila sem við þekkjum. Hann var samt hjá okkur í viku og æfði með okkur. Þetta er ungur strákur, hann hefur leikið um 45 landsleiki með yngri landsliðum Noregs, held ég. Hann er ungur og efnilegur strákur og mjög góður í fótbolta,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við mbl.is í dag.

„Ég get ekki fullyrt að hann sé að fara að koma og breyta öllu fyrir okkur en hann hefur ýmislegt, hann er fljótur og teknískur og hefur spennandi eiginleika og mun veita mönnum samkeppni.“

Aasheim er annar framherjinn sem Breiðablik fær til sín á síðustu dögum en Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trínidad og Tóbagó, kom til Kópavogsliðsins í láni frá ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert