Haukar upp í fjórða sætið

Haukar komust upp í fjórða sætið í kvöld.
Haukar komust upp í fjórða sætið í kvöld. Eggert Jóhannesson

Haukar komust í kvöld upp í fjórða sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Selfossi, 3:0, þegar liðin mættust í Hafnarfirði í kvöld.

Björgvin Stefánsson skoraði tvívegis fyrir Hauka og Zlatko Krickic eitt, en staðan í hálfleik var 2:0. Björgvin var í vikunni valinn í U21 árs landslið Íslands í fyrsta sinn og hefur nú skorað sautján mörk fyrir Hauka í nítján leikjum í deildinni og er þar markahæstur.

Selfoss er enn í bullandi fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan Gróttu sem er í næstneðsta sætinu. Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

87. Mark! Staðan er 3:0 fyrir Hauka. Að sjálfsögðu er það Björgvin Stefánsson sem skorar, sitt annað mark í leiknum.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Gunnar Borgþórsson gerir tvær breytingar á liði Selfyssinga í upphafi síðari hálfleiks og freistar þess að snúa leiknum en Selfoss þarf á stigum að halda í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í deildinni. 

45. Staðan er 2:0 að loknum fyrri hálfleik.  

43. Mark! Staðan er 2:0 fyrir Hauka. Hafnfirðingar bæta við öðru marki fyrir hlé á gömlu markamínútunni. Zlatko Krickic skoraði markið samkvæmt netmiðlinum Úrslit.net. 

22. Mark! Staðan er 1:0. Haukar eru komnir yfir og hver annar en Björgvin Stefánsson skorar, hans sextánda mark í sumar og fagnar sæti sínu í U21 árs landsliðinu með stæl!

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Haukar Selfoss
 BYRJUNARLIÐ
14  Terrance William Dieterich (M)   Vignir Jóhannesson  (M)  
Aran Nganpanya     Andrew James Pew    
Björgvin Stefánsson     Matthew Whatley   
10  Zlatko Krickic     Einar Ottó Antonsson  (F)  
11  Arnar Aðalgeirsson     10  Ingi Rafn Ingibergsson    
13  Andri Fannar Freysson     17  Ragnar Þór Gunnarsson    
15  Birgir Magnús Birgisson     18  Arnar Logi Sveinsson    
17  Gunnlaugur Fannar Guðmundsson     20  Sindri Pálmason    
20  Daníel Snorri Guðlaugsson     21  Brynjar Már Björnsson    
22  Aron Jóhannsson     24  Halldór Arnarsson    
27  Alexander Freyr Sindrason  (F)   27  Denis Sytnik 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert