„Þetta verður hnífjafn hörkuleikur“

Ólafur Þór Guðbjörnsson er spenntur fyrir bikarúrslitaleiknum sem fram fer …
Ólafur Þór Guðbjörnsson er spenntur fyrir bikarúrslitaleiknum sem fram fer klukkan 16.00 í dag. Ómar Óskarsson

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar undirbýr lið sitt annað árið í röð fyrir bikarúrslitalek gegn Selfossi. Bikarúrslitaleikurinn í knattspyrnu kvenna fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag og Ólafur Þór mikinn hug vera í herbúðum Stjörnunnar.  

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og gott að geta farið að snúa sér að þessum skemmtilega leik. Leikmennirnir hafa verið mjög góðir í því að einbeita sér að hverju verkefni fyrir sig og nú er full einbeiting á þessu stóra verkefni,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson í samtali við mbl.is.

„Leikmannahópur Stjörnunnar er þannig að þær vilja vinna allt, þær fara í alla leiki til þess að vinna þá og það er mikið keppnisskap í leikmönnum liðsins. Þetta er leikurinn sem allir vilja spila og allir vilja vinna,“ sagði Ólafur Þór enn fremur.

„Ég held að þetta verði hörkuleikur og mjótt á muninum. Leikir liðanna í sumar hafa verið hnífjafnir og ég held að það verði engin breyting á því í dag. Ég held að þetta verði svona stöngin eða stöngin út leikur. Þetta snýst líka um það hvernig leikmenn mæta til leiks, það er hvernig leikmenn hafa náð að hvíla sig, sofa og næra sig,“ sagði Ólafur Þór að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert