KA fer upp í annað sætið

Leikmenn KA fagna sigri.
Leikmenn KA fagna sigri. Þórir Tryggvason

KA fór upp í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með 3:0 sigri á HK á Akureyrarvelli í dag. KA og Þróttur eru nú bæði með 37 stig í öðru og þriðja sætinu en með þessum fimmta sigri sínum í röð er Akureyrarliðið komið uppfyrir Þróttara á markatölu. Víkingur frá Ólafsvík er með 44 stig á toppnum og  getur tryggt sér úrvalsdeildarsæti á þriðjudaginn.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom Akureyringum í forystu á 41. mínútu leiksins og voru hálfleikstölur 1:0. KA bætti síðan öðru markinu við á 60. mínútu en þá var Josip Serdarusic á skotskónum. Heimamenn voru með öll tök á leiknum, áttu 17 marktilraunir gegn 7 tilraunum HK-inga og bætti Elfar Árni öðru marki sínu við á 89. mínútu og voru lokatölur 3:0.  HK er áfram í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig.

Þróttur R. átti einnig þátt í klifri KA upp töfluna en liðið tapaði fyrir Fjarðabyggð á Eskjuvelli, 1:0, í síðasta leik dagsins. Þróttarar voru í öðru sæti fyrir umferðina með 37 stig, eins og KA núna. Hákon Þór Sófusson skoraði eina mark leiksins fyrir Fjarðabyggð á 53. mínútu. 

Fjórir leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Tveir þeirra hófust klukkan 14, einn klukkan 15 og sá síðasti hálftíma síðar. Fylgst var með þeim öllum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Það er botnbaráttuslagur í Úlfarsárdal þegar Fram tekur á móti botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Grótta, sem er í næstneðsta sætinu, fær Þór í heimsókn og Þróttur getur minnkað forskot Víkings Ó á toppnum með sigri á Fjarðabyggð. Þá fær KA lið HK í heimsókn.

Endurhlaða þarf síðuna svo lýsingin hér að neðan uppfærist.

Staðan:
14.00 Fram - BÍ/Bolungarvík 3:1 Leik lokið
14.00 Grótta – Þór 0:1 Leik lokið
15.00 KA – HK 3:0 Leik lokið
15.30 Fjarðabyggð - Þróttur R. 1:0 Leik lokið

17:18 Flautað er til leiksloka í Eskifirði. Góður sigur Fjarðabyggðar en Þróttarar hljóta að vera ósáttir.

16:48 Flautað er til leiksloka á Akureyri. KA vann öruggan 3:0 sigur á HK og klifrar upp í annað sætið.

16:44 Mark! KA - HK 3:0 Elfar Árni Aðalsteinsson skorar sitt annað mark og þriðja mark KA í dag. Frábær leikur hjá Akureyringum.

16:41 Mark! Fjarðabyggð - Þróttur R. 1:0 Hákon Þór Sófusson kemur heimamönnum í forystu á 53. mínútu!

16:15 Mark! KA - HK 2:0. Josip Serdarusic skorar annað mark KA í leiknum.

16:08 Síðari hálfleikur er hafinn hjá KA og HK, en hjá Fjarðabyggð og Þrótti er enn markalaust þegar fer að nálgast hálfleikinn.

15:53 Tveimur leikjum lokið. Fram og Þór vinna sína leiki en Djúpmenn eru fallnir. Þá er kominn hálfleikur hjá KA og HK, þar sem KA er yfir. 

Umfjöllun um þá leiki sem eru búnir má sjá HÉR.

15:44 Mark! Fram - BÍ/Bolungarvík 3:1. Orri Gunnarsson skorar aftur og er að tryggja þetta fyrir Fram.

15:41 Mark! Fram - BÍ/Bolungarvík 2:1. Orri Gunnarsson var að koma Frömurum yfir á ný. Og þá er búið að flauta til leiks í síðasta leik dagsins, hjá Fjarðabyggð og Þrótti.

15:39 Norðanliðin eru að klúðra vítum hér í dag, því KA gerði það sama gegn HK eins og Þór gegn Gróttu. Elfar Árni Aðalsteinsson fór á punktinn en Beitir Ólafsson varði spyrnu hans. Það breytir því ekki að nú er komið Mark! KA - HK 1:0. Og það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem bætti fyrir vítaklúðrið eins og Jóhann Helgi fyrir Þórsara!

15:28 Mark! Fram - BÍ/Bolungarvík 1:1. Botnliðið hefur jafnað metin gegn Fram, og það gerir Elmar Atli Garðarsson á 70. mínútu.

15:05 Mark! Grótta - Þór 0:1. Eftir að hafa klúðrað víti í fyrri hálfleik bætir Jóhann Helgi Hanesson upp fyrir það og kemur Þórsurum yfir á Nesinu.

15:02 Síðari hálfleikur er að hefjast í fyrstu tveimur leikjunum og þá er leikur hafinn hjá KA og HK.

14.50 Hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 14, og eina markið var skorað þegar Fram komst yfir gegn Djúpmönnum. 

14.15 Þórsarar klúðra víti á Nesinu á fimmtándu mínútu. Jóhann Helgi Hannesson fór á punktinn en brást bogalistin.

14.11 Mark! Fram - BÍ/Bolungarvík 1:0. Það tók Fram ekki langan tíma að komast yfir, en það gerði Sigurður Gísli Snorrason.

14.00 Tveir leikir hafnir. Flautað hefur verið til leiks hjá Fram - BÍ/Bolungarvík og Grótta - Þór.

13.50 Byrjunarliðin í leikjunum má sjá neðst í fréttinni. Liðin eru komin í leikjunum sem hefjast klukkan 14 og þegar þeir byrja bætast við liðin sem hefja leik klukkan 15. Markaskorarar eru fengnir frá urslit.net.

Grótta Þór
 BYRJUNARLIÐ
Árni Freyr Ásgeirsson  (M)   28  Sandor Matus (M)  
Hilmar Þór Hilmarsson     Alfons Sampsted    
Benis Krasniqi    Ármann Pétur Ævarsson    
Guðmundur Marteinn Hannesson  (F)   Orri Sigurjónsson    
Ósvald Jarl Traustason     Jónas Björgvin Sigurbergsson    
Atli Freyr Ottesen Pálsson     Jóhann Helgi Hannesson    
11  Jónmundur Grétarsson     10  Sveinn Elías Jónsson  (F)  
24  Kristján Ómar Björnsson     13  Ingi Freyr Hilmarsson    
25  Björn Þorláksson     19  Sigurður Marinó Kristjánsson    
26  Viktor Smári Segatta     20  Guðmundur Óli Steingrímsson    
29  Markús Andri Sigurðsson     30  Þórður Steinar Hreiðarsson  
Fram BÍ/Bolungarvík
 BYRJUNARLIÐ
12  Cody Nobles Mizell (M)   Daði Freyr Arnarsson  (M)  
Daði Guðmundsson     Alexander Jackson Möller   
10  Orri Gunnarsson  (F)   Loic Cédric Mbang Ondo    
11  Hrannar Einarsson     Nigel Francis Quashie   
14  Indriði Áki Þorláksson     Sigurgeir Sveinn Gíslason  (F)  
15  Ingiberg Ólafur Jónsson     Viktor Júlíusson    
19  Brynjar Benediktsson     10  Pape Mamadou Faye    
20  Magnús Már Lúðvíksson     11  Joseph Thomas Spivack   
25  Sigurður Gísli Snorrason     14  Aaron Walker   
27  Atli Fannar Jónsson     21  Rodchil Junior Prevalus   
28  Sebastien Uchechukwu Ibeagha    22  Elmar Atli Garðarsson  
KA HK
 BYRJUNARLIÐ
23  Srdjan Rajkovic  (M)   Beitir Ólafsson  (M)(F)  
Callum Williams    Aron Þórður Albertsson    
Hilmar Trausti Arnarsson     Atli Valsson    
Ævar Ingi Jóhannesson     Davíð Magnússon    
Halldór Hermann Jónsson     11  Axel Kári Vignisson    
Elfar Árni Aðalsteinsson     16  Guðmundur Þór Júlíusson    
10  Juraj Grizelj    18  Guðmundur Atli Steinþórsson    
16  Davíð Rúnar Bjarnason  (F)   19  Viktor Unnar Illugason   
22  Hrannar Björn Steingrímsson     21  Andri Geir Alexandersson    
25  Archange Nkumu    24  Árni Arnarson    
29  Josip Serdarusic    27  Jökull I Elísabetarson  
Fjarðabyggð Þróttur R.
 BYRJUNARLIÐ
20  Kile Gerald Kennedy  (M)   30  Trausti Sigurbjörnsson  (M)  
Martin Sindri Rosenthal     Hreinn Ingi Örnólfsson    
Stefán Þór Eysteinsson  (F)   Aron Ýmir Pétursson    
Elvar Ingi Vignisson     Vilhjálmur Pálmason    
Jóhann Ragnar Benediktsson     Oddur Björnsson    
Brynjar Jónasson     Viktor Jónsson    
11  Andri Þór Magnússon     11  Dion Jeremy Acoff   
17  Hákon Þór Sófusson     19  Karl Brynjar Björnsson  (F)  
19  Milos Ivankovic    20  Jón Arnar Barðdal    
21  Hafþór Þrastarson     23  Aron Lloyd Green    
23  Bjarni Mark Antonsson     26  Grétar Atli Grétarsson  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert