Stjarnan bikarmeistari 2015 - myndasyrpa

Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum þegar liðið lagði Selfoss í mögnuðum úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag, 2:1.

Leikurinn var frábær skemmtun þar sem Stjarnan tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu átta mínútunum, en mikil stemning var á meðal stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra allan leikinn. Áhorfendamet var sett þar sem 2.435 manns voru á leiknum.

Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari mbl.is, var á staðnum og tók þessar stórskemmtilegu myndir sem fylgja frá leiknum og sigurgleði Stjörnukvenna í leikslok. Myndasyrpuna má skoða efst í fréttinni.

Sjá: Stjarn­an bikar­meist­ari eft­ir magnaða end­ur­komu

Sjá: Ólaf­ur fékk bras­il­ískt vatnsbað í miðju viðtali

Sjá: Svona vill maður sigra bikarleiki

Sjá: „Sel­fyss­ing­ar eru frá­bær­ir“

Sjá: „Fann að við vor­um að klára þetta“

Sjá: Þetta er sæt­asti tit­ill­inn

Sjá: Kiknaði í hnjánum eftir sigurmarkið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert