Bikarinn á loft og vatnsstríð Stjörnunnar (myndskeið)

Stjarnan endurheimti í gær bikarmeistaratitil sinn í kvennaflokki eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 2:1, þar sem bæði mörk liðsins voru skoruð á síðustu átta mínútunum. Þetta var þriðji titill Stjörnunnar á fjórum árum og gleðin var sannarlega við völd.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, bikarinn eftirsótta í leikslok og fögnuðurinn var mikill þegar bikarinn fór á loft eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Að sjálfsögðu fylgdi svo vatnsstríð í kjölfarið þar sem meistararnir léku á als oddi.

Sjá: Stjarn­an bik­ar­meist­ari eft­ir magnaða end­ur­komu

Sjá: Ólaf­ur fékk bras­il­ískt vatnsbað í miðju viðtali

Sjá: Svona vill maður sigra bikarleiki

Sjá: „Sel­fyss­ing­ar eru frá­bær­ir“

Sjá: „Fann að við vor­um að klára þetta“

Sjá: Þetta er sæt­asti tit­ill­inn

Sjá: Kiknaði í hnján­um eft­ir sig­ur­markið

Sjá: Stjarnan bikarmeistari 2015 - myndasyrpa

Fögnuður Stjörnunnar var innilegur.
Fögnuður Stjörnunnar var innilegur. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert