Keflavík nánast fallin eftir tap í Eyjum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skorar úr vítaspyrnu gegn Keflavík í leiknum …
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skorar úr vítaspyrnu gegn Keflavík í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og Keflavík mættust í Vestmannaeyjum í dag í 18. umferð Pepsideildar karla. Keflvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að eiga von um að halda sér uppi. Eyjamenn unnu hins vegar öruggan sigur, 3:0, og tryggðu sér mikilvæg 3 stig í fallbaráttunni.

Eyjamenn voru mun betri í fyrri hálfleik en Ian Jeffs kom þeim yfir beint úr aukaspyrnu á 31.mínútu. Eyjamenn bættu svo við öðru marki á 38.mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði úr vítaspyrnu eftir að Sito var felldur innan teigs og Erlendur Eiríksson dæmdi réttilega vítaspyrnu. Staðan 2:0 í hálfleik.

Hafsteinn Briem rak svo síðasta naglann í kistu Keflvíkinga á 73. mínútu en þá tók Ian Jeffs aukaspyrnu sem Sindri Ólafsson í marki Keflavíkur varði en Hafsteinn tók frákastið og skoraði.

Keflavík er nú nánast fallið en liðið er 11 stigum frá öruggu sæti og einungis 12 stig eftir í pottinum.

ÍBV 3:0 Keflavík opna loka
90. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna sannfærandi sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert