Markalaust jafntefli í Árbænum

Ásgeir Eyþórsson og Ásgeir Marteinsson í kapphlaupi um boltann á …
Ásgeir Eyþórsson og Ásgeir Marteinsson í kapphlaupi um boltann á Fylkisvelli í kvöld. mbl.is/Þórður

Fylkir og ÍA mættust í 18. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu á Fylkisvelli kl. 18 og lauk leiknum með markalausu jafntefli. 

Fylkir er með 22 stig í 6. sæti en ÍA með 19 stig í 9. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. ÍBV er nú með 18 stig og Leiknir er með 15 stig í 11. sæti. 

Úrslitin gefa svo sem ágæta mynd af leiknum. Dauðafærin voru ekki mörg. Fylkismenn voru betri á heildina litið en nýttu sér það ekki.

Skagamaðurinn Arnar Már Guðjónsson var rekinn af leikvelli á 68. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald. 

Fylkismaðurinn Tonci Radovinkovic sem leikið hefur vel í miðverðinum í sumar fór af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. 

Fylkir 0:0 ÍA opna loka
90. mín. Albert B. Ingason (Fylkir) á skot sem er varið Slapp úr gæslunni hægra megin í teignum. Skaut nokkurn veginn frá markteigshorninu hægra megin en Árni Snær varði. Ágætt skot hjá Alberti en Árni lokaði vel á hann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert