Hvernig verður byrjunarliðið?

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tékkum í júní.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tékkum í júní. mbl.is/Golli

Nú þegar ljóst er orðið að Emil Hallfreðsson verður fjarri góðu gamni þegar Íslendingar mæta Hollendingum á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið þurfa landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson að gera breytingu á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Tékkum í júní.

Nokkrir möguleikar eru í stöðunni. Jón Daði Böðvarsson gæti komið inn í liðið og leikið í fremstu víglínu með Kolbeini Sigþórssyni eða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson sem spilaði í þeirri stöðu gæti farið á kantinn en eins gæti Rúrik Gíslason spilað þá stöðu og Jóhann Berg þá áfram sem framherji.

Líklegt byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert