Ólafsvíkingar í deild þeirra bestu á ný

Leikmenn Víkings Ólafsvíkur fagna sigri á Grindavíkurvelli í kvöld og …
Leikmenn Víkings Ólafsvíkur fagna sigri á Grindavíkurvelli í kvöld og sæti í Pepsi-deild á næstu leiktíð. mbl.is/Alfons

Víkingur úr Ólafsvík tryggði sér í kvöld sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á nýjan leik þegar liðið vann Grindavík í miklum markaleik á Grindavíkurvelli, 7:2, en staðan í hálfleik var, 4:1. Víkingur Ólafsvík lék í Pepsi-deildinni sumarið í 2013 í fyrsta og eina skiptið til þessa. 

Víkingar hafa um leið tryggt sér efsta sæti 1. deildar. Liðið hefur nú 47 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Víkingar eru 10 stigum á undan KA og Þrótti Reykjavík sem koma næst.

Leikmenn Grindavíkur skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum áður en fyrri hálfleikur var úti. Víkingar náðu mest sex marka forskoti áður en Grindvíkingar klóruðu í bakkann fimm mínútum fyrir leikslok. Hrvoje Tokic fór á kostum í leiknum og skoraði fjögur marka Víkings-liðsins. 

Leikskýrslan

85. MARK 2:7! Heimamenn hafa ekki lagt árar í bát þótt útlitið sé svart í leiknum. Rétt í þessu var Alex Freyr Hilmarsson að klóra í bakkan og skora annað mark Grindavíkurliðsins. 

76. MARK 1:7! Víkingar slá ekki slöku við. Þeir ætla sér öruggan sigur. William Dominguez da Silva var að bæta við sjötta marki liðsins og enn eru góðar 14 mínútur eftir af leiknum. 

73. MARK 1:6! Tokic skorar sitt fjórða mark í leiknum og sjötta mark Víkings. Það virðist alvega orðið ljóst að Víkingar endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð en þeir léku í deildinni sumarið 2013. 

62. MARK 1:5! Þar kom að því að leikmenn Víkings bættu við fimmta marki sínu í leiknum. Tokic var að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sá er á skotskónum. 

55. Tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik og enn hefur ekki verið skorað mark eftir leikurinn hófst á ný eftir hálfleikshlé.

45. Hálfleikur á Grindavíkurvelli. Staðan Víkinga er vænleg að loknum fyrri hálfleik. 

43. MARK 1:4! Ekkert lát er á markaregninu á Grindavíkurvelli og sem fyrr þá eru það gestirnir sem eru iðnir við kolann. Tokic var að skora annað mark sitt í leiknum. 

40. MARK 1:3! Víkingar halda áfram að bæta við mörkum. Alfreð Már Hjaltalín var að skora þriðja mark liðsins. 

22. MARK 1:2! Mörkin koma nánast á færibandi á Grindavíkurvelli. Egill Jónsson var að koma Víkingum yfir, 1:2, svo útlitið er gott hjá gestunum sem stendur eftir að heimamenn höfðu skorað fyrsta mark leiksins.

14. MARK 1:1! Víkingur voru ekki lengi að bíta frá sér eftir að hafa lent undir. Hrvoje Tokic var að jafna metin fyrir Ólafsvíkurliðið, 1:1. 

7. MARK 1:0! Óli Baldur Bjarnason var að koma Grindavíkurliðinu yfir, 1:0. 

1. Flautað hefur verið til leiks á Grindavíkurvelli. 

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá urslit.net.

Víkingar í Ólafsvík fagna sæti í Pepsi-deild eftir sigur í …
Víkingar í Ólafsvík fagna sæti í Pepsi-deild eftir sigur í Grindavík í kvöld. mbl.is/Alfons
mbl.is/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert