Unglingalið Stjörnunnar mætir Elfsborg

Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari 2. flokks karla hjá Stjörnunni.
Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari 2. flokks karla hjá Stjörnunni. Ómar Óskarsson

Unglingalið Stjörnunnar gæti komist í lokakeppni í Evrópukeppni ungmenna, en liðið komst inn í keppnina vegna árangurs annars flokks félagsins sem varð Íslandsmeistari á síðastliðnu tímabili annars vegar og þess hvaða lið tryggðu sér sæti í Meistaradeild Evrópu hins vegar.

Fyrirkomulagið í Evrópukeppni ungmenna í ár verður með þeim hætti að unglingalið þeirra 32 liða sem eiga sæti í Meistaradeild Evrópu, leika eftir sams konar fyrirkomulagi og gert er í Meistaradeild Evrópu.

32 lið taka svo þátt í umspili um að komast í lokakeppnina í Evrópukeppni ungmenna og er unglingalið Stjörnunnar þar á meðal. Dregið var í umspilið í Nyon í dag og unglingalið Stjörnunnar mætir unglingaliði Elfsborg frá Svíþjóð. 

Leikið verður heima og heima og sigurvegari úr þessari viðureign mætir svo öðrum mótherja. Takist unglingaliði Stjörnunnar að sigra Elfsborg og næsta mótherja liðsins taka þeir þátt í lokakeppninni í Evrópukeppni ungmenna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert