Fer á EM nema ég verði rekinn

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu mbl.is/Ómar Óskarsson

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var spurður á fréttamannafundi í morgun um möguleika íslenska landsliðsins á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar.

„Það yrði mjög sérstakt að komast í lokakeppnina og ef við náum níu stigum út úr leikjunum fjórum sem við eigum eftir þá er líklegt að við förum á EM en núna hugsum við bara um leikinn á móti Hollendingunum,“ sagði Lars.

Spurður hvort hann færi með liðið í keppnina sagði Svíinn:

„Samningur minn við KSÍ gildir út þessa keppni en ef við förum á EM þá fer ég þangað með liðinu. Samningurinn verður þá framlengdur nema ég verði rekinn,“ sagði Lars og hló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert