Kolbeinn á „heimavelli“

Kolbeinn Sigþórsson í fyrri leiknum gegn Hollendingum.
Kolbeinn Sigþórsson í fyrri leiknum gegn Hollendingum. mbl.is/Ómar Óskarsson

,,Eigum við ekki að segja að ég þekki hvert einasta strá á vellinum,“ sagði framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Morgunblaðið í gær fyrir æfingu landsliðsins í Amsterdam en liðið er að búa sig undir sannkallaðan stórleik á móti Hollendingum í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld.

Amsterdam Arena verður vettvangur leiksins og þann völl þekkir Kolbeinn út og inn en hann spilaði þar marga leiki með Ajax þau fjögur ár sem hann lék með því en Amsterdam Arena er heimavöllur Ajax. Kolbeinn hafði vistaskipti í sumar og samdi við franska liðið Nantes.

Yrði draumur að stríða Hollendingunum

,,Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi náum við að stríða Hollendingunum. Það yrði algjör draumur. Ég held að ég sé búinn að spila með um tíu leikmönnum sem eru í hollenska liðinu í dag og ég þekki því nánast hálft liðið. Það verður því gaman að hitta þá hérna og það yrði frábært fyrir mig að ná góðum úrslitum og hvað þá fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Kolbeinn.

Nánar er hitað upp fyrir landsleik Hollands og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert