Sparað fyrir þessa viku

Gylfi Þór Sigurðsson spyrnir að marki.
Gylfi Þór Sigurðsson spyrnir að marki. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það mun örugglega mæða mikið á Gylfa Þór Sigurðssyni á miðsvæðinu í leiknum gegn Hollendingum í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld á leikvanginum glæsilega Amsterdam Arena.

Gylfi skoraði bæði mörkin í frækilegum 2:0 sigri gegn Hollendingum á Laugardalsvellinum í október á síðasta ári sem var fyrsti sigur Íslendinga gegn Hollendingum frá upphafi. Gylfi er markahæstur íslensku leikmannanna í undankeppninni, hefur skorað fjögur mörk af þeim 14 sem Ísland hefur skorað í riðlinum.

Skilja vonandi eftir einhverjar glufur fyrir okkur

,,Það var alltaf vitað að þetta yrði erfiðasti leikur okkar í riðlinum enda eru Hollendingar með leikmenn í bestu félögum í heimi. Það er hins vegar gríðarleg pressa á þeim og það er krafa á að þeir sýni eitthvað á móti minni liðunum eins og okkur. Ég held að það sé bara undir okkur komið að nýta okkur það að Hollendingar munu örugglega reyna að sækja mikið á okkur og með því skilja þeir vonandi eftir einhverjar glufur fyrir okkur í varnarleik sínum,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Morgunblaðið, en hann spilar annað kvöld 31. landsleik sinn.

Nánar er rætt við Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert