Vonin lifir hjá Aftureldingu

KR-ingar taka á móti Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.
KR-ingar taka á móti Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. mbl.is/Árni Sæberg

Leikmenn Aftureldingar í Mosfellsbæ halda enn í vonina um að halda sæti sínu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir að þeir unnu KR, 2:1, á heimavelli KR-inga í kvöld í lokaleik 16. og þriðju síðustu umferðar deildarinnar. 

Afturelding er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir en KR er í þriðja neðsta sæti með 12 stig. Afturelding getur þar með komist upp fyrir KR að stigum ef liðið vinnur tvo síðustu leiki sína, gegn Fylki og Stjörnunni. KR verður að sama skapi að tapa tveimur síðustu leikjum sínum en KR á eftir að leika gegn Selfoss og Fylki.

Leikskýrslan

90. Leik lokið. Leikmenn Aftureldingar fagna sigri og halda áfram í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. 

67. MARK 1:2 Elise Kotsakis kemur Aftureldingu yfir á nýjan leik. 

46. Síðari hálfleikur er hafinn. 

45. Hálfleikur. 

45. MARK 1:1 Rétt áður en flautað var til hálfleiks jafnaði Shakira Duncan metin fyrir KR. 

12. MARK 0:1 Afturelding hefur skorað fyrsta mark leiksins. Sasha A. Andrews var á skotskónum fyrir framan mark KR-inga. 

1. Flautað hefur verið til leiks. 

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert