Baltasar kom landsliðinu í gírinn

Landsliðið býr sig undir sýningu á stórmyndinni Everest.
Landsliðið býr sig undir sýningu á stórmyndinni Everest. Ljósmynd/Instagram

Venju samkvæmt horfði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á kvikmynd saman í gærkvöld, kvöldið fyrir leikinn mikilvæga við Holland í Amsterdam í kvöld.

Að þessu sinni fékk íslenski hópurinn frumsýningu á mynd Baltasar Kormáks, Everest, um svipað leyti og myndin var sýnd sem opnunarmynd Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.

Landsliðið hefur áður horft á kvikmyndir á borð við Vonarstræti og Borgríki 2 kvöldið fyrir leik, með býsna góðum árangri því liðið er á toppi síns riðils með 15 stig eftir aðeins sex leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert