Nálgast Kolbeinn Gylfa í kvöld?

Kolbeinn Sigþórsson skorar hér sigurmark Íslands gegn Tékkum í síðasta …
Kolbeinn Sigþórsson skorar hér sigurmark Íslands gegn Tékkum í síðasta leik Íslands í undankeppninni. Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í riðli liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Gylfi Þór hefur skorað fjögur mörk í þeim sex leikjum sem Ísland hefur leikið til þessa. Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason koma svo næstir með tvö mörk hver. 

Kolbeinn leikur á sínum gamla heimavelli, Amsterdam Arena og ætti því að þekkja hverja þúfu á vellinum. Skori Kolbeinn fleiri mörk en Gylfi í kvöld nartar hann í hæla liðsfélega síns sem markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni.  

Kolbeinn getur einnig nálgast annan liðsfélaga í markaskorun á öðrum lista. Kolbein vantar nefnilega átta mörk til þess að velta Eiði Smára Guðjohnsen úr sessi sem markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins allra tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert