Sjáumst í Frakklandi næsta sumar!

Karlalandsliðið í körfubolta vann sér sæti á stórmóti í fyrsta …
Karlalandsliðið í körfubolta vann sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í fyrra. Fótboltalandsliðið ætlar sér að gera slíkt hið sama í ár. mbl.is/Eva Björk

Það styttist í stærstu stundina í sögu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta en liðið hefur leik á EM í Berlín á laugardag þar sem það mætir heimamönnum. Strákarnir gáfu sér þó tíma í dag til að senda stuðningskveðju á landsliðið í fótbolta, sem mætir Hollandi í undankeppni EM í kvöld.

Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins, mælti fyrir munn leikmanna þess og skilaboðin voru skýr: „Koma svo, áfram Ísland! Takið þetta í kvöld og svo sjáumst við í Frakklandi næsta sumar!“ Lokakeppni EM í fótbolta fer fram í Frakklandi næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert