„Vorum skipulagðir og héldum skipulaginu“

Lars Lagerbäck getur leyft sér að brosa eftir sigur Íslands …
Lars Lagerbäck getur leyft sér að brosa eftir sigur Íslands gegn Hollandi í kvöld. AFP

Íslandi vann Holland með einu marki gegn engu á Amsterdam ArenA í sjöundu umferð undankeppninnar fyrir Evrópumóts landsliða sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var að vonum hæstánægður með spilamennskuna og úrslitin. 

„Nei það er alls ekki sjálfsagður hlutur að koma hingað og knýja fram úrslit. við vissum að það yfir mjög erfitt að koma hingað og ná í stig. Það er algerlega ótrúlegt að vinna hér. Þessi sigur er fyrst og fremst leikmönnum að þakka og vinnusemi og þolinmæði þeirra. Við vorum mjög vel skipulagðir og leikmenn liðsins héldu stöðum sínum og því skipulagi sem sett var upp fyrir leikinn allan leikinn,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við RÚV eftir leikinn í kvöld. 

„Rauða spjaldið hjálpaði okkur að sjálfsögðu og gerðu hlutina að einhverju leyti þægilegri fyrir okkur. Þrátt fyrir það að vera einum manni fleiri þá er erfitt að spila við Holland á útivelli. Þeir eru tæknilega góðir og geta hreyft boltann hratt á milli sín þrátt fyrir að vera manni færri,“ sagði Lars Lagerbäck enn fremur.

„Við héldum sem betur fer einbeitingu allan leikinn. Við ræddum það í hálfleik að vera árásargjarnari í seinni hálfleik og setja meiri pressu á þá. Við vildum samt sem áður einnig halda ró okkar og ekki fara út úr leikskipulagi okkar,“ sagði Lars Lagerbäck að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert