Allt ætlaði um koll að keyra

Sennilegaa hefur aldrei áður verið haldið stærra Íslendingapartý en á …
Sennilegaa hefur aldrei áður verið haldið stærra Íslendingapartý en á Dam torginu í Amsterdam í gær. Íslenski fáninn og landsliðstreyjur gerðu Dam torgið að bláu mannhafi þar sem allir voru glaðir. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Sannkallað knattspyrnulandsliðsæði ríkti í gærkvöldi á meðan á landsleik Íslands og Hollands stóð, bæði á Íslandi og í Amsterdam.

Löngu eftir að flautað var til leiksloka voru þúsundir Íslendinga á Dam-torginu í borginni að mála borgina bláa. Íslenska landsliðið í knattspyrnu þarf aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Liðið leikur gegn Kasakstan á sunnudag og er fyrir löngu uppselt á leikinn.

Um 4.000 Íslendingar sungu og trölluðu í Amsterdam fyrir leik og þeir sem höfðu enn orku eftir leik héldu viðteknum hætti. Þar var gleðin við völd og viðbúið að þetta langstærsta Íslendingapartý á erlendri grundu stæði langt fram á nóttina. Á Íslandi voru flestir barir þéttsetnir, fjölmenni var á Ingólfstorgi þar sem leikurinn var sýndur á risaskjá og heimahús voru undirlögð af landsliðsstemningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert