Sigurmark á elleftu stundu

Jón Gunnar Eysteinsson úr HK og Gunnar Helgi Steindórsson úr …
Jón Gunnar Eysteinsson úr HK og Gunnar Helgi Steindórsson úr Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Magnússon tryggði HK sigur á elleftu stundu, 1:0, gegn Fram í upphafsleik 20. umferðar 1. deildar karla í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar komið var fram á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þar er HK sloppið úr fallhættu í deildinni en Framarar eru enn innan hættusvæðis.

HK er komið með 25 stig og á tvo leiki í áttunda sæti. Fram er með 21 stig eftir jafnmarga leiki. Selfoss hefur 17 stig og Grótta 15 en bæði liðin eiga þrjá leiki eftir hvort. BÍ/Bolungarvík er fallið með 5 stig. Selfoss og Grótta mætast síðan í lykilleik fallbaráttunnar á morgun.

Byrjunarliðin voru þannig skipuð:

HK Fram
 BYRJUNARLIÐ
Beitir Ólafsson  (M)(F)   12  Cody Nobles Mizell (M)  
Atli Valsson     Tryggvi Sveinn Bjarnason    
Davíð Magnússon     Ernir Bjarnason   
11  Axel Kári Vignisson     Daði Guðmundsson    
13  Jón Gunnar Eysteinsson     Davíð Einarsson    
16  Guðmundur Þór Júlíusson     10  Orri Gunnarsson  (F)  
18  Guðmundur Atli Steinþórsson     11  Hrannar Einarsson    
19  Viktor Unnar Illugason    19  Brynjar Benediktsson    
21  Andri Geir Alexandersson     20  Magnús Már Lúðvíksson    
24  Árni Arnarson     27  Atli Fannar Jónsson    
27  Jökull I Elísabetarson     28  Sebastien Uchechukwu Ibeagha   
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert