Kolbeinn kominn á hættusvæði

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fékk gult spjald í fræknum sigri Íslands á Hollandi í gær. Gula spjaldið fékk Kolbeinn eftir viðskipti sín við Bruno Martins Indi sem fékk rauða spjaldið.

Gula spjaldið sem Kolbeinn fékk í gær var hans annað gula spjald í keppninni og er hann því kominn á hættusvæði varðandi leikbann.

Ari Freyr Skúlason var eini leikmaður íslenska liðsins fyrir leikinn í gær sem var kominn með tvö gul spjöld, en hann slapp við spjald í leiknum í gær og getur því leikið með íslenska liðinu gegn Kasakstan á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert