„Það verður stórkostlegt fyrir þjóðina og mun án efa verða eitt afrek í íslenskri íþróttasögu. Við finnum vel fyrir þeirri athygli sem velgengni okkar nýtur. Við erum hins vegar ekki búnir að tryggja okkur sæti á Evrópumótinu ennþá og það er mikilvægt að hala inn eins mörgum stigum og mögulegt er í síðustu þremur leikjunum. Sigrar í þessum leikjum færa okkur ofar á styrkleikalistanum þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina og á FIFA listanum,“ segir Birkir Bjarnason síðan. 

„Lars Lagerback á mikinn þátt í þessari velgengni og hann hefur komið inn með ró og mikla reynslu af stórum leikjum. Það hafa allir mikla trú á því sem hann er að gera og við vinnum fyrir hvorn annan sem ein liðsheild. Skipulagið í varnarleiknum hjá okkur er með því besta sem gerist í heiminum. Það er ofboðslega erfitt fyrir andstæðinga okkar að brjóta okkur á bak aftur. Þar að auki spilum við góðan fótbolta og höfum skorað í öllum leikjum liðsins í undankeppninni,“ segir Birkir Bjarnason enn fremur. 

„Það var aldrei inn í myndinni að verða norskur ríkisborgari á sínum tíma. Ég er Íslendingur í húð og hár og lít á mig sem slíkan,“ segir Birkir Bjarnason að lokum.