Mikil gleði í klefanum eftir leik - myndskeið

Birkir Bjarnason og Þorgrímur Þráinsson á góðri stundu.
Birkir Bjarnason og Þorgrímur Þráinsson á góðri stundu. Eggert Jóhannesson

Þorgrímur Þráinsson, landsliðsnefndarmaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, birti myndband af fagnaðarlátum íslenksku leikmannanna í klefanum á Amsterdam ArenaA á instagram síðu sinni í gær. 

Myndbandið fangar stemminguna sem var í klefanum eftir sigurinn á Hollendingum afar vel. Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins stjórnar þá hópsöng liðsisns af sinni alkunnu snilld. 

Fagnaðarlætin byrja á lágstemmdan hátt og enda svo í innilegum og ósviknum fagnaðarlátum undir styrkri stjórn Friðriks Ellerts.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Svona var kátínan í klefanum eftir sigurinn gegn Hollandi en síðan datt allt í dúnalogn, eins og ævinlega, enda fagmenn á ferð og næsta verkefni framundan. Vonandi skilar þetta myndband sér til ykkar.

Posted by Þorgrímur Þráinsson on 3. september 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert