Við ætlum að vinna riðilinn

Gylfi Sigurðsson og Wesley Sneijder í leiknum í Amsterdam.
Gylfi Sigurðsson og Wesley Sneijder í leiknum í Amsterdam. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

,,Þessi sigur fer með okkur langleiðina til Frakklands en við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þrjú stig á sunnudaginn því við viljum vinna riðilinn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Hollendingum í gærkvöld.

Gylfi skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu og hann hefur þar með skorað 5 af 15 mörkum íslenska liðsins í undankeppninni.

,,Það var þægileg tilfinning að sjá Robben fara út af meiddan og þegar þeir fengu svo rauða spjaldið þá gerðu þeir hlutina auðveldari fyrir okkur. Við þurftum auðvitað að skora og við gerðum það,“ sagði Gylfi.

,,Ég var ekkert hræddur um að markvörðurinn myndi verja skotið frá mér en í fyrsta skipti var ég stressaður áður en ég tók vítið. Ég byrjaði að hugsa aðeins of mikið áður en ég framkvæmdi spyrnuna. Ég hafði það á tilfinningunni fyrir leikinn að við myndum fá víti og ég var búinn að velja mér horn til að skjóta í. Ég heyrði ekkert í flautu dómarans út af látunum á vellinum en ég einbeitti mér bara að því að hitta markið og það var léttir að sjá boltann fara inn,“ sagði Gylfi.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um sigurinn á Hollendingum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert