5-8% miða á EM í sölu hjá KSÍ

KSÍ fær úthlutað 5-8% miða í leikjum Íslands í úrslitakeppni EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Það fer því eftir því hvar Ísland kemur til með að spila hversu margir miðarnir verða að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, vel sé mögulegt að sambandið muni ekki geta annað eftirspurn. Því eftirspurnin sé augljóslega mikil að hans sögn.

Í París eru tveir leikvangar Stade de France tekur t.a.m. 110 þúsund áhorfendur á meðan 45 þúsund áhorfendur komast fyrir á Parc de Princes. Ódýrustu miðar á leiki kosta 25 evrur en einnig er hægt að skrá sig í sérstaka potta á vef UEFA til að eiga möguleika á að fá miða í keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert