Haukur hættur í Keflavík

Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson á hliðarlínunni í …
Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson á hliðarlínunni í sumar. mbl.is/Hilmar Bragi

„Ég mun ekki gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem einn af þjálfurum Keflavíkurliðsins,“ sagði Haukur Ingi Guðnason þegar mbl.is hafði samband við hann í dag og spurði hann um framhaldið. 

Haukur og Jóhann B. Guðmundsson tóku við Keflavíkurliðinu í sumar af Kristjáni Guðmundssyni en tókst ekki að forða liðinu frá falli niður í 1. deild. Haukur sagði leiðinlegt að skilja við uppeldisfélagið við þessar aðstæður en úr varð að hann ætlar að sinna öðrum störfum ótengdum fótbolta sem hann vildi ekki fara á mis við.

„Það hefði vissulega verið krefjandi og skemmtilegt að halda áfram með liðið ásamt Jóhanni og fá heilt undirbúningstímabil til þess að móta okkar eigið lið og vinna með þá þætti sem við höfðum ekki tækifæri í sumar til að taka föstum tökum.  Ég er hins vegar búinn að taka að mér annað spennandi og viðamikið verkefni, ótengt fótbolta, sem ég gat ekki sagt nei við á þessum tímapunkti,“ útskýrði Haukur og bætti við: „Ég vil nota tækifærið og óska liðinu góðs gengis á komandi ári og er ekki í nokkrum vafa að liðið verður komið í hóp þeirra bestu,“ sagði Haukur Ingi Guðnason við mbl.is.

Eftir því sem mbl.is kemst næst er ekki útilokað að Jóhann muni koma áfram að þjálfun Keflavíkurliðsins en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert