Ræðir við FH-inga

Bergsveinn Ólafsson
Bergsveinn Ólafsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Miðvörðurinn sterki Bergsveinn Ólafsson gæti verið á förum frá Fjölni nú þegar samningur hans við Grafarvogsfélagið er að renna út.

Bergsveinn hefur verið einn af betri varnarmönnum Pepsi-deildarinnar síðustu ár og eru Íslandsmeistarar FH fremstir í flokki þeirra sem falast eftir kröftum hans.

„FH hefur fengið leyfi til að ræða við mig og er eina félagið sem hefur fengið leyfi til þess, að því er ég best veit. Að sjálfsögðu er það spennandi en ég er alveg rólegur og ætla ekki að ákveða neitt í flýti,“ sagði Bergsveinn, sem er fyrirliði Fjölnis.

FH er á höttunum eftir miðverði en nú þegar er ljóst að félagið horfir á eftir Pétri Viðarssyni, sem er á leið í nám í Ástralíu.

Bergsveinn hefur verið orðaður við fleiri félög, á borð við Stjörnuna og Val, en ítrekar að FH sé eina félagið sem hann viti til að hafi beðið Fjölni um leyfi til viðræðna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert