Vinstri bakvörðurinn sá besti í deildinni í ár

Kristinn Jónsson
Kristinn Jónsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnu árið 2015, að mati Morgunblaðsins.

Kristinn varð efstur í einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni, þar sem hann fékk samtals 19 M í 22 leikjum Kópavogsliðsins en Kristinn lék alla leiki Blikanna sem enduðu í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.

Kristinn var með forystu í M-gjöfinni nánast allt tímabilið, eins og lesendur Morgunblaðsins gátu fylgst með frá umferð til umferðar í sumar. Hann lagði grunninn að því með því að fá 13 M í fyrri umferðinni, í fyrstu ellefu leikjunum, og hélt forystunni þó hart væri sótt að honum á lokaspretti deildarinnar.

Það voru Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val og Aron Sigurðarson úr Fjölni sem áttu möguleika á að ná efsta sætinu úr höndum Kristins í lokin en þeir urðu að lokum einu emmi á eftir honum. Báðir fengu þeir 18 M, Kristinn í 21 leik Vals og Aron í 22 leikjum Fjölnismanna.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er ítarleg umfjöllun um einkunnagjöf ársins. Þar er að finna lið ársins, úrvalslið erlendra leikmanna, úrvalslið yngri leikmanna, úrvalslið eldri leikmanna, dómara ársins og fimm bestu leikmenn í hverju liði Pepsi-deildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert