Andrés Már áfram hjá Fylki

Þorvaldur Árnason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis og Andrés Már Jóhannesson, leikmaður …
Þorvaldur Árnason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis og Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis. Heimasíða Fylkis

Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, framlengdi í dag samning sinn við félagið til næstu þriggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Andrés er uppalinn í Fylki en hann á að baki 220 leiki fyrir félagið. Þessi öflugi leikmaður reyndi fyrir sér í Noregi hjá Haugesund árið 2011 en hann lék með liðinu frá 2011 til 2012 áður en hann meiddist.

Hann var lánaður til Fylkis seinni hluta tímabilsins árið 2013 og gerði félagaskiptin varanleg fyrir sumarið 2014.

Hann hefur verið lykilmaður í Árbænum undanfarin ár en hann gerði þriggja ára samning við félagið í dag. 

Hann á að baki 11 landsleiki með U21 árs landsliðinu og 3 leiki með U19 ára landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert