„Þetta er fyrir neðan allar hellur“

Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson. mbl.is/Eva Björk

„Þetta er glórulaust. Mér finnst bara ekki vera neitt samræmi í þessu,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, sem í gær var úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ.

Arnar fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, leik við Fjölni, vegna framkomu sinnar í garð Valdimars Pálssonar dómara. Arnar var þá að mótmæla rauðu spjaldi sem Jonathan Glenn fékk fyrir að slá til Jonatan Neftalí, en Glenn var einnig úrskurðaður í tveggja leikja bann. Bönnin gilda, að óbreyttu, í fyrstu umferðum næsta Íslandsmóts.

„Ég fór yfir strikið þegar þetta gerðist. Fram að því var ég ekki búinn að segja orð. Glenn átti að fá rautt spjald, því menn slá ekki í átt að leikmanni, en hann gerði það eftir að Spánverjinn hafði brotið á honum, hallað sér yfir hann og togað í eyrað á honum. Þetta var ekkert högg, en hann sló til hans og verðskuldaði rautt spjald, en ekki tveggja leikja bann,“ sagði Arnar.

„Við þessar aðstæður missti ég mig, steig fram í einhverjar 10-15 sekúndur og notaði lýsingarorð sem ég átti ekki að gera. Ég var ekki búinn að segja orð fram að því. Ætti þá ekki dómarinn að biðja mann fyrst að slaka á, eða gefa gult spjald? En mér var vísað af velli. Ég hélt ekkert áfram eftir það. Hvaðan kemur þá þetta tveggja leikja bann? Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Arnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert