Var fljótt að gerast

„Ég var mjög spenntur að taka kosti eins og FH þegar hann bauðst en vissulega var líka um ýmislegt að hugsa áður en ég ákvað að yfirgefa Fjölni," sagði Bergsveinn Ólafsson eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu í hádeginu í dag. 

Bergsveinn hefur verið ein burðarása liðs Fjölnis í Pepsi-deildinni undanfarin ár. „Ég er mjög spenntur að leika fyrir FH," segir Bergsveinn og bætir við að aðdragandinn að félagsskiptunum hafi verið nokkrir dagar. „Þetta var frekar fljótt að gerast," segir Bergsveinn sem einnig heyrði í forráðamönnum KR áður en hann ákvað að söðla um. 

„Eftir að hafa velt málum fyrir mér þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að skipta um lið og fara í umhverfi þar sem ég get þróað minn leik og orðið enn betri knattspyrnumaður," sagði Bergsveinn.

Nánar er rætt við Bergsvein á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert