Maggi Lú leggur skóna á hilluna

Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Eva Björk Ægisdóttir

Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Fram í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta staðfesti hann við knattspyrnumiðilinn Fótbolta.net í dag.

Magnús, sem er 34 ára gamall, spilaði 20 leiki og skoraði 3 mörk fyrir Fram í 1. deildinni í sumar en hann var spilandi aðstoðarþjálfari með liðinu.

Hann er uppalinn í KR og varð meðal annars Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2011 og vann þá bikarinn árið 2012 einnig með liðinu. Hann hefur þá leikið með liðum á borð við Val, ÍBV, Þrótti og Fjölni.

Ég fór fram á það að losa mig undan samning frá Fram þar sem ég ætla að leggja skóna á hilluna. Þá getur nýr þjálfari (Ásmundur Arnarsson) valið sér sinn aðstoðarmann,“ sagði Magnús við Fótbolta.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert