Ísland heldur toppsætinu - Tékkar töpuðu

Hakan Calhanoglu innsiglaði sigur Tyrkja í kvöld.
Hakan Calhanoglu innsiglaði sigur Tyrkja í kvöld. AFP

Íslendingar halda toppsætinu í A-riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu en Tékkar, sem gátu skotist upp fyrir Íslendinga í riðlinum, töpuðu í kvöld fyrir Tyrkjum á heimavelli, 2:0.

Selcuk Inan úr vítaspyrnu og Hakan Calhanoglu tryggðu Tyrkjum sigurinn með mörkum í seinni hálfleik og Tyrkir endurheimtu þar með þriðja sætið í riðlinum.

Ísland hefur 20 stig í efsta sætinu, Tékkar 19, Tyrkir 15, Hollendingar 13, Lettar 5 og Kasakar eru í botnsætinu með 2 stig.

Í lokaumferðinni á þriðjudaginn mætast:

Tyrkland - Ísland
Holland - Tékkland
Lettland - Kasakstan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert