Tvö hólfanna laus í dag

Alfreð Finnbogason er einn þeirra sem gera tilkall til þess …
Alfreð Finnbogason er einn þeirra sem gera tilkall til þess að taka sæti Jóns Daða Böðvarssonar í framlínu Íslands gegn Lettlandi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í leikjunum átta sem Ísland hefur leikið í undankeppni EM karla í knattspyrnu hefur Aron Einar Gunnarsson verið fyrirliði í þeim öllum.

Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað sex leikjanna sem annar framherjanna, og tekið þátt í þeim öllum. Hvorugur þeirra mun spila gegn Lettum í næstsíðustu umferð undankeppninnar á Laugardalsvelli kl. 16 í dag.

Aron tekur út leikbann en Jón Daði á við meiðsli að stríða. Það staðfesti þjálfarinn Lars Lagerbäck á fréttamannafundi í gær, og kvaðst ekki reikna með að Selfyssingurinn gæti tekið nokkurn þátt í leiknum.

Sjá nánar forspjall um leikinn gegn Lettum í íþróttablað Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert