Lendir Ísland í drauma- eða dauðariðli?

Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í knattspyrnu á næsta ári. Drátturinn í riðlana fer fram 12. desember næstkomandi en þangað til getum við látið okkur dreyma.

24 lið taka þátt í mótinu og er þeim skipt í sex fjögurra liða riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 16-liða úrslit, auk þeirra fjögurra liða sem eru með bestan árangur í þriðja sæti.

Draumariðill gæti litið svona út: England, Austurríki, Slóvakía og Ísland.

Dauðariðill gæti verið svona: Þýskaland, Ítalía, Úkraína og Ísland.

Lendum við í dauðariðlinum?
Lendum við í dauðariðlinum? mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert