Guðrún með fernu og Ísland í milliriðil

Stelpurnar í U17 ára landsliðinu.
Stelpurnar í U17 ára landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu flaug inn í milliriðil með frábærum 8:0 sigri á Færeyjum í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Svartfjallalandi.

Guðrún Gyða Haraldz skoraði fernu í stórsigrinum sem var aldrei í hættu eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var 5:0 í hálfleik.

Aníta Daníeldóttir kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu og eftir það var ekki aftur snúið. Alexndra Jóhannsdóttir bætti öðru mark við á 16. mínútu en Guðrún Gyða skoraði næstu tvö mörk Íslands og Agla María Albertdóttir bætti því fimmta við fyrir hálfleik.

Guðrún Gyða fullkomnaði þrennu sína á 47. mínútu og kom Íslandi í 6:0, Ísold Rúnarsdóttir skoraði sjöunda mark Íslands áður en Guðrún Gyða skoraði sitt fjórða mark.

Ísland vann Svartfjallaland í 2:0 í fyrsta leik liðsins og er með sigrinum komið í milliriðil. Liðið mætir Finnlandi í lokaleik riðilsins.

Byrj­un­arlið Íslands var þannig skipað:

Markmaður: Aníta Dögg Guðmundsdóttir

Varn­ar­menn: Dröfn Ein­ars­dótt­ir, Guðný Árna­dótt­ir, Kol­brún Tinna Eyj­ólfs­dótt­ir og Ey­vör Halla Jóns­dótt­ir 

Miðja: Agla María Albertsdóttir fyrirliði, Kristín Dís Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Harpa Karen Antonsdóttir, Aníta Lind Daníelsdóttir 

Framherji: Guðrún Gyða Haraldz 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert