Guðmundur Andri æfir með Feyenoord

Guðmundur Andri Tryggvason ásamt Axel Sigurðarsyni.
Guðmundur Andri Tryggvason ásamt Axel Sigurðarsyni. Ljósmynd / facebook

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason, sem leikur með KR, mun æfa með hollenska liðinu Feyenoord næstu daga. Guðmundur Andri hélt til Hollands síðastliðna nótt ásamt Henrik Bödker, aðstoðarþjálfara KR liðsins. 

Guðmundur Andri æfði með unglingaliði félagsins í dag og mun æfa með liðinu fram á föstudag. Guðmundur Andri og Bödker koma svo heim á laugardaginn. 

Guðmundur Andri lék þó nokkra leiki með KR á undirbúningstímabilinu fyrir síðastliðið keppnistímabil. Þá lék hann einn leik með meistaraflokki KR í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, auk þess að spila tvo leiki í Borgunarbikarnum. 

Guðmundur Andri skoraði í leik KR gegn Keflavík í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Guðmund­ur Andri Tryggva­son varð yngsti marka­skor­ari KR frá upp­hafi í bik­arn­um þegar hann skoraði fimmta mark KR-inga í 5:0 sigri gegn Kefl­vík­ing­um.

Þá varð Guðmund­ur yngsti marka­skor­ari KR frá upp­hafi, 15 ára og 79 daga gam­all, þegar hann skoraði gegn Fram á Reykja­vík­ur­mót­inu í lok janúar á þessu ári.

Guðmundur Andri hefur leikið fjóra leiki fyrir U-15 ára landslið Íslands og níu leiki fyrir U-17 ára landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert