Stjörnumenn krækja í markvörð

Guðjón Orri skutlar sér á teppinu næsta sumar.
Guðjón Orri skutlar sér á teppinu næsta sumar. mbl.is/Eggert

Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er genginn til liðs við Stjörnuna og mun leika með Garðbæingum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar. Þangað kemur hann frá ÍBV en hann ákvað að yfirgefa Eyjamenn eftir nýliðið tímabil.

Guðjón staðfesti við mbl.is að hann myndi leika í Garðabænum á næsta tímabili, aðeins ætti eftir að skrifa undir samning þess efnis. Victor Ingi Olsen, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar staðfesti þetta einnig í samtali við vefmiðilinn 433.is

Guðjón, sem er 23 ára gamall, lék 13 leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar og hefur samtals leikið 24 leiki í efstu deild. Færeyrski markvörðurinn, Gunnar Nielsen, varði mark Stjörnunnar í sumar en söðlaði um og gekk til liðs við FH á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert