Eyjamenn semja við unga leikmenn

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá samningum til þriggja ára við heimamennina Óskar Elías Zoëga Óskarsson og Hafstein Gísla Valdimarsson sem leikmenn meistaraflokks karla ÍBV í knattspyrnu.

Óskar Elías og Hafsteinn Gísli eru uppaldir hjá félaginu og eru með þessu að endurnýja samninga sína við félagið.

Óskar Elías er 20 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi meistaraflokks hjá ÍBV síðastliðin þrjú ár.  Óskar Elías á að baki níu leiki með ÍBV í deild og bikar. Seinni hluta tímabilsins 2014 lék hann átta leiki með BÍ/Bolungarvík og skoraði þar eitt mark.  Í sumar lék Óskar Elías svo sjö leiki með liði KFS seinni hluta tímabilsins, og skoraði þar tvö mörk.

Hafsteinn Gísli er 19 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi meistaraflokks hjá ÍBV síðastliðin tvö ár, og á að baki einn leik með liðinu.  Hafsteinn lék síðastliðið sumar 14 leiki með KFS í 3. deild karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert