Ólafur njósnar fyrir Ísland

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, tilkynnti á fréttamannafundi í hádeginu að þrír einstaklingar muni leikgreina andstæðinga Íslands á EM í knattspyrnu í sumar.

Þeir sem munu skipta andstæðingunum á milli sín eru Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson og Ólafur Kristjánsson, sem síðast stýrði liði Nordsjælland í Danmörku.

Þá mun Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, vera í starfsteymi Íslands á EM og leikgreina andstæðingana sem verða í undankeppni HM 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert